Alheimurinn

Stjörnufræðingar uppgötva nokkuð mjög svo sjaldgæfan viðburð í kringum ofurþungt svarthol

Í 53 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni er svartur risi sem hefur vakið athygli stjörnufræðinga þó nokkrum sinnum. Nú kemur þessi risi enn á óvart..

BIRT: 05/01/2025

Árið 2019 birtu vísindamenn fyrstu myndina af svartholi. Eða, réttara sagt, þeir birtu mynd af lýsandi skífunni í kringum svarthol, þar sem ekkert ljós sleppur frá miðju risans.

 

Svartholið heitir M87* og er í um 53 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu.

 

Rannsóknarteymi með stjörnufræðingum frá m.a. Harvard háskóla hefur nú endurskoðað M87* og gert óvænta uppgötvun.

 

Þeir hafa greint risastóran gammablossa frá hinum gráðuga risa, af stærðargráðu sem erfitt er að átta sig á.

 

Fylgst var með blossanum með svokölluðum Event Horizon Telescope með aðstoð 25 sjónauka á jörðu niðri.

 

Vísindamennirnir fengu líka viðbótarhjálp frá m.a. geimsjónaukunum Fermi og Hubble.

 

Strókar margfalt stærri en svartholið

Á þremur dögum í apríl árið 2018 sáu stjörnufræðingar risastóran blossa frá M87* sem sendi frá sér ljóseindir sem voru mörgum milljörðum sinnum orkumeiri en sýnilegt ljós.

 

Nánar tiltekið sáu þeir gammablossa í formi stróka frá risasvartholinu, sem er 6,5 milljarða sinnum massameiri en sólin.

 

Þegar efni fellur í átt að svartholi myndast hringiðu- eða snúningsskífa búin til úr ryki og gasi.

Hin nýja rannsókn á M87* er byggð á gögnum 25 sjónauka og stjörnuathugunarstöðva. Hér eru mismunandi útgáfur af risasvartholinu sem sýndar eru með mismunandi sjónaukum.

Snúningsskífan (aðsópskringlan) hitnar vegna núnings og þyngdarafls og gefur frá sér öfluga rafsegulgeislun í formi röntgengeisla.

 

Ofurþung svarthol eru einnig umkringd sterkum segulsviðum, sem flytja efni frá snúningsskvífunni til póla svartholsins.

 

Agnirnar ná nánast hraða ljóshraða og þeytast út í formi háorkugeisla ásamt rafsegulgeislun í formi gammageisla.

 

Eins og amaba miðað við hval

Það sem var merkilegt við blossann frá M87* var stærð stróksins sem var tugþúsundfalt breiðari en svartholið sjálft.

 

Stærðarmunur svo marktækur að rannsakendur bera sjálfir muninn saman við stærð lítillar einfruma amöbu samanborið við stærstu steypireyði sem vitað er um.

 

Stjörnueðlisfræðingar skilja enn ekki alveg hvað eykur hraða agnanna nálægt svartholinu eða í stróknum.

Árið 2019 fengum við að sjá fyrstu myndina af svartholi. Nú ætla vísindamenn að nota risavaxið net sjónauka til að taka upp myndskeið af hinu ofurþunga svartholi í miðju Vetrarbrautarinnar. Það kann að afhjúpa hvað gerist þegar reynt er á ýtrustu þolmörk kenninga okkar um alheim.

Gögn og mynd vísindamannana eru samt þau ítarlegustu af gammablossa hingað til og vonast stjörnufræðingarnir til þess að nýju niðurstöðurnar gagnist okkur til að skilja þessi gríðaröflugu fyrirbæri.

 

Í þessari nýju rannsókn gátu vísindamennirnir m.a. sýnt frá á að verulegar breytingar urðu á sjóndeildarfleti svartholsins við blossann og telja þeir að breytingarnar kunni að tengjast strókunum.

 

Niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Astronomy & Astrophysics.

HÖFUNDUR: Søren Rosenberg Pedersen

© EHT Collaboration, Fermi-LAT Collaboration, H.E.S.S. Collaboration, MAGIC Collaboration, VERITAS Collaboration, EAVN Collaboration

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is