Þetta geturðu séð á næturhimni núna
Á heiðskírri nóttu sérðu um 5.000 stjörnur með berum augum. Flestar plánetur sólkerfisins sjást án nokkurra hjálpartækja.
Þú getur greint hraunbreiður og loftsteinagíga tunglinu. Og líka miðbik Andrómetuþokunnar í 2.5 milljóna ljósára fjarlægð.
Með venjulegum handkíki fjölgar stjörnunum í 100.000 og þú greinir líka fjarlægar geimþokur, loftsteina og tungl annarra plánetna.
Lifandi vísindi vísa veginn og hér geturðu séð hvert þú á að horfa og hvenær.
Yfirlit
1. Hápunktar janúarmánaðar 2025
2. Sjáanleg stjörnumerki í janúar 2025
3. Sjáanlegar plánetur í janúar 2025
Hápunktar janúarmánaðar 2025
Hvaða stjarna er þarna við hlið tunglsins?
Næturnar í kringum 10 janúar gætirðu orðið undrandi á þeirri stjörnu sem skín mjög skært við hliðina á tunglinu. Í rauninni er þetta plánetan Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins.
Á kvöldhimni fyrstu dagana í janúar má líka sjá Venus í grennd við tunglið. Í janúar rís Venus í suðri og hækkar á lofti fram eftir janúar, en verður svo komin yfir á morgunhimin í mars.
Og laust fyrir miðjan mánuðinn ber Mars líka nálægt tunglinu. Mars þekkist ágætlega á rauðleitum bjarma.
Tunglið ber líka nálægt Satúrnusi í fáeinar nætur snemma í janúar.
Hvenær er fullt tungl?
Tungl er fullt 13. janúar. Langi þig að nota tækifærið, skaltu allavega taka upp venjulegan handkíki. Í gegnum hann sérðu m.a. loftsteinagígana á yfirborðinu og stóru, dökku slétturnar, sem í raun eru margra milljarða ára gamlar hraunbreiður.
Sýnileg stjörnumerki í janúar 2025
Snúningur jarðar um möndul sinn og ferðalag hennar kringum sólina leiðir til þess að héðan séð tekur stjörnuhiminninn stöðugum breytingum. Þess vegna sjáum við ekki nema nyrstu stjörnumerkin allt árið og sum þekkt stjörnumerki sjáum við ekki, aðeins að hluta eða í heild allt eftir árstíma.
Hér er yfirlit yfir helstu stjörnumerki sem eru sýnileg í janúar.
Stjörnumerki á norðurhimni nálægt miðnætti
- Litli björn (Ursa Minor) – endar í pólstjörnunni
- Sefeus (Cepheus)
- Drekinn (Draco)
Stjörnumerki á austurhimni nálægt miðnætti
Stóri björn (Ursa Major) – Karlsvagninn er hluti Stóra bjarnar og bendir á pólstjörnuna.
- Ljónið (Leo)
- Gaupan (Lynx)
- Boötes (Hjarðmaðurinn)
Stjörnumerki á suðurhimni nálægt miðnætti
- Einhyrningurinn (Monoceros)
- Óríon
- Krabbinn
- Vatnaskrímslið (Hydra)
- Tvíburarnir (Gemini)
Stjörnumerki á vesturhimni nálægt miðnætti
- Nautið (Taurus)
- Ökumaðurinn (Auriga)
- Hrúturinn
- Perseus
- Gíraffinn (Camelopardalis)
- Andrómeda

Plánetur, sýnilegar á janúar 2025
Í janúar gefst tækifæri til að sjá sumar af plánetum sólkerfisins. Til þess þarf þó að velja ákveðin tímabil.
Venus í janúar
Venus er sjáanleg sem kvöldstjarna allan janúar. Hún rís sést fljólega eftir sólarlag í suð-suðvestri en rís lágt á himni og sest snemma. Upp úr miðjum mars tekur hún að sjást sem morgunstjarna
Mars í janúar
Mars sést allan janúar. Hann sést í norðaustri eða eftir sólarlag og færist ofar uns hann nær ríflega 50° yfir sjóndeildarhring en fer svo að síga og er lágt á himni í norðvestri þegar birtir.
Júpíter í janúar
Júpíter sést allan janúar. Reikistjarnan er vel yfir sjóndeildarhring í austri eða suðaustri við sólsetur, færir sig svo ofar þar til hún nær um 55 gráðum yfir sjóndeildarhring í suðri á kvöldin. Plánetan fer svo að síga þar til plánetan hverfur við sjóndeildarhring í norðvestri snemma morguns.
Satúrnus í janúar
Satúrnus sést allan janúarmánuð, en er snemma á ferð og sest um tíuleytið á kvöldin.
Úranus í janúar
Úranus sést allan janúar. Hann er risinn í suðaustri þegar myrkvar, færir sig ofar til suðurs og svo í norðvestur þar sem hann hverfur okkur við sjóndeildarhring síðla nætur.
Aðrir himinhnettir í janúar
Tunglið er hálft og vaxandi 6. janúar, fullt tungl 13. janúar, hálft og minnkandi 21. janúar og nýtt tungl kviknar 29. janúar.