Alheimurinn

Stjörnuskífa finnst í framandi stjörnuþoku

Stjörnufræðingar hafa fundið sönnun fyrir tilvist skífu kringum stjörnu utan Vetrarbrautarinnar. Uppgötvunin gæti aukið skilning á myndun stjarna snemma í sögu alheimsins.

BIRT: 08/10/2024

Stjörnur myndast í þéttu skýi sameinda sem mynda ryk og gas. Skýið fellur á endanum saman fyrir eigin þyngd.

 

Stjarnan tekur að snúast um sjálfa sig og dregur að sér meira efni úr skýinu. Skýið sjálft verður skífulaga, snýst kringum stjörnuna og dregst inn á við.

 

Slíkar safnskífur hafa hingað til aðeins sést kringum stjörnur innan Vetrarbrautarinnar.

 

Nú hefur fjölþjóðlegur hópur stjarneðlisfræðinga uppgötvað sönnun fyrir tilvist slíkrar skífu í nágrannaþoku. Hópnum er stýrt frá Durhamháskóla í Bretlandi og uppgötvunin getur uppfrætt okkur betur um myndun sólkerfa. Þetta kemur fram í vísindatímaritinu Nature.

 

Geislar afhjúpa leynda skífu

Þessi nýfundna stjörnuskífa er í Stóra Magellanskýinu í ríflega 163.000 ljósára fjarlægð og það snýst um stjörnuna HH 1177 sem annars er umlukin miklu gasskýi.

 

Gegnum VLT-sjónaukann sem er í eigu European Southern Observatory, tókst vísindamönnunum fyrst að staðsetja kröftuga geislun frá stjörnu.

 

Slík geislun er algeng við stjörnumyndun og stjörnufræðingarnir gátu því giskað á að kringum þessa stjörnu hlyti líka að vera skífa.

 

Til að sannreyna þessa tilgátu notuðu þeir hinn risavaxna ALMA-útvarpsbylgjusjónauka í Chile en hann er gerður úr alls 66 útvarpsloftnetum sem saman mynda þennan sjónauka.

Stjörnufræðingar uppgötvuðu skífuna þegar þeir skoðuðu stjörnuna HH 1177 í þéttu gasskýi með Very Large Telescope sjónauka ESO (vinstri). Þar gátu þeir séð tvo geisla skjótast út frá stjörnunni (miðju), sem gæti þýtt leynda skífu. Þessi kenning var svo staðfest þegar þeir gátu loksins fylgst með skífunni (hægri) með Atacama Large Millimeter/submillimeter Array útvarpssjónauka í Chile

„Þegar ég sá í fyrsta sinn sannanir fyrir tilvist þessa snúningsfyrirbæris í ALMA-gögnunum, átti ég erfitt með að trúa því að við hefðum raunverulega fundið fyrstu safnskífuna utan Vetrarbrautarinnar,“ segir Anna McLeod hjá Durhamháskóla í fréttatilkynningu.

 

„Við vitum að safnskífur eru nauðsynlegar fyrir myndun sólkerfa í Vetrarbrautinni og hér sjáum við í fyrsta sinn beina sönnun þess að það gildir líka í öðrum stjörnuþokum.“

Almennt er erfitt að greina safnskífur við nýjar stjörnur, þar eð umhverfið hylur þær iðulega, ekki síst þegar við leitum þeirra í okkar eigin stjörnuþoku, segja vísindamennirnir.

 

„Það er tvímælalaust meira spennandi að finna safnskífu í nágrannastjörnuþoku en okkar eigin vegna þess að við álítum aðstæður þar líkari því sem gerðist snemma í sögu alheimsins,“ segir Megan Reiter hjá Riceháskóla, sem einnig tók þátt í verkefninu, í viðtali.

Ótrúlegur hiti og orka eru til staðar þegar ný stjarna fæðist. Við útskýrum ferlið hér í fjórum einföldum þrepum.

„Þetta er eins og að geta opnað glugga og séð hvernig stjörnur mynduðust fyrr í þróunarsögu alheimsins.“

 

Þegar slíkar stjörnur eru fullmyndaðar taka nefnilega að myndast plánetur, tungl og halastjörnur úr efni í safnskífunni og þannig verður til heilt sólkerfi.

HÖFUNDUR: Søren Rosenberg Pedersen

© ESO/M. Kornmesser,© ESO/ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/A. McLeod et al.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is