Fyrir 2.000 árum var krukka með 825 afar verðmætum gullpeningum grafin í jörðu í suðausturhluta Suffolk á Englandi.
Þar hefur fjársjóðurinn legið allt þar til hann fannst nýlega með málmleitartæki.
Icenar bjuggu þá á þessum slóðum, en hvort ætlunin var að fela fjársjóðinn fyrir aðsteðjandi óvinum eða hann var hugsaður sem fórnargjöf er nú ómögulegt að segja til um.