Heilsa

Stór rannsókn: Eitt glas á dag af vinsælum drykk getur ef til vill  dregið úr hættu á ristilkrabbameini

Vísindamenn hafa rannsakað tengslin milli 97 matvælategunda og ristilkrabbameins. Sum matvæli höfðu jákvæð áhrif á meðan önnur reyndust auka hættuna á þessu algenga krabbameini.

BIRT: 15/01/2025

Óteljandi mýtur og misvísandi skoðanir eru til um hvaða matvæli geta aukið og dregið úr hættu á mismunandi tegundum krabbameins.

 

Nú hafa vísindamenn frá m.a. Háskólanum í Oxford reynt að varpa ljósi á tengslin á milli einnar banvænustu tegundar krabbameins, ristilkrabbameins, og fæðunnar sem við innbyrðum.

 

Í stórri rannsókn skoðuðu vísindamenn næstum 100 mismunandi matvæli og komust að því að ákveðin matvæli virðast draga úr hættu á krabbameini um 17 prósent en önnur virðast auka hættuna.

 

Rannsóknin birtist í Nature Communications og var unnin í samstarfi við vísindamenn frá m.a. Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum.

 

Þessi matvæli draga úr hættu á ristilkrabbameini

Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist í heiminum og er það krabbamein sem drepur næstflesta.

 

Rannsakendur skoðuðu gögn frá alls 542.778 konum.

 

Út frá 97 mismunandi fæðutegundum og næringarefnum reiknuðu þeir út sambandið milli fæðuneyslu kvenna og hættu á að fá krabbamein í ristli eða endaþarmi.

 

Greiningar rannsakenda sýndu að það virðist vera fylgni á milli inntöku ákveðins morgunkorns, ávaxta, trefja og C-vítamíns og minni hættu á ristilkrabbameini.

 

Á hinum enda kvarðans gátu rannsakendur séð að áfengi og unnið kjöt hafði að því er virðist neikvæð áhrif og jók hættuna á krabbameini.

 

Önnur mikilvæg uppgötvun var að „mjólkurvörur virðast skapa vörn gegn krabbameini í ristli eða endaþarmi,“ segja vísindamennirnir í rannsókninni.

 

Kalsíum gegnir stóru hlutverki

Vörur eins og mjólk og jógúrt reyndust draga úr hættu á ristilkrabba um 17 prósent. Vísindamennirnir telja að jákvæðu áhrifin séu vegna kalsíuminnihalds vörunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Allt byrjar þetta með einni frumu sem skiptir sér skyndilega á óeðlilegan hátt og hættir þar með að hlusta á eðlileg vaxtarboð líkamans.

Þegar rannsóknarhópurinn skoðaði áhrif kalsíums, öðru nafni kalks, frekar sáu þeir að það voru ekki bara mjólkurvörur, heldur almennt vörur með kalsíum sem höfðu jákvæð áhrif.

 

Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að 300 mg. kalsíum á dag minnkaði líkurnar á ristilkrabbameini um næstum fimmtung.

 

Í 250 ml mjólkurglasi eru um 300 mg. kalsíum.

 

Rannsóknin skoðaði einnig þau matvæli sem voru á hinum enda kvarðans.

 

Sem dæmi má nefna að aðeins 20 g af áfengi á dag, sem jafngildir stóru vínglasi, jók hættuna á ristilkrabbameini um 15 prósent, en 30 g af rauðu og unnu kjöti jók hættuna á krabbameini í þörmum um 8 prósent.

 

Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina telja að niðurstaðan gefi ástæðu til að rannsaka kalk frekar til að komast að því hvernig steinefnið hefur áhrif á mismunandi þjóðfélagshópa.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Kateryna Kon /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.