Heilsa

Stór rannsókn: Vinsæll drykkur getur bætt þarmaheilsu þína

Einn af ástsælustu drykkjum heims getur að því er virðist einnig verið blessun fyrir þarmaflóruna og örverur sem búa í þörmum þínum.

BIRT: 23/12/2024

Taktu þér smá stund og hugsaðu um magann þinn.

 

 

Inni í honum búa milljarðar baktería, sveppa, veira og annarra örvera sem berjast allan sólarhringinn við að halda líkamanum í jafnvægi – bæði líkamlega og andlega.

 

En stundum þarftu að hjálpa þeim.

 

Nú sýnir stór rannsókn við Washingtonháskóla í Bandaríkjunum hvernig þú getur kannski skapað þessum innri bandamönnum þínum bestu aðstæður.

 

Það kemur í ljós að einn ástsælasti drykkur heims vekur þig ekki bara á morgnana.

 

Hann virðist einnig efla heilsu heildarvistkerfis örvera í þörmum þínum, þarmaflóruna.

 

Heilbrigðar bakteríur blómstra með hverjum bolla

Rannsóknin varpar ljósi á hvernig kaffi hefur áhrif á og styður þarmabakteríur þínar.

 

Efnafræðilega er kaffi ólíkt öllu öðru sem við neytum.

 

Drykkurinn inniheldur mörg efnasambönd sem við fáum sjaldan úr öðrum matvælum sem auðveldar vísindamönnum að fylgjast með þeim í líkamanum.

 

Bandarískir vísindamenn greindu hægða- og blóðsýni úr 22.800 einstaklingum í Bandaríkjunum og Bretlandi til að bera saman örverur í þörmum kaffidrykkjumanna og fólks sem drakk ekki koffíndrykkinn.

 

Rannsakendur nýttu sér einnig opinberar, sjálfgefnar upplýsingar um kaffineyslu frá 54.200 einstaklingum frá öllum heimshornum.

Þarmaflóran í tölum

  • Að minnsta kosti 100.000.000.000.000 bakteríur búa í þörmum.

 

  • Hver manneskja hýsir venjulega 160 mismunandi tegundir baktería en um 1.000 mismunandi tegundir geta lifað í þörmum.

 

  • Bakteríur eru meira en helmingur af þyngd saurs.

 

  • Fyrir hverja mannsfrumu í líkama okkar búa allt að 10 sinnum fleiri bakteríur í þörmum.

Ein mikilvægasta uppgötvunin var sú að kaffidrykkjumenn geymdu allt að átta sinnum meira af bakteríunni Lawsonibacter asaccharolyticus en þeir sem ekki drekka kaffi.

 

Bakterían er holl fyrir þarmana því hún hjálpar til við að viðhalda jafnvægi í örsamfélagi þarma með því að brjóta niður prótein í stað sykurs.

 

Það kemur í veg fyrir að of mikið gas og uppþemba myndist og dregur úr hættu á bólgum.

Ef þú situr stóran hluta vinnudagsins eru miklir heilsufarsávinningar við að drekka kaffi. Og því meira, því betra. Þetta kemur fram í stórri rannsókn.

Tilhneigingarinnar varð vart á heimsvísu sem sýnir að kaffi getur haft áhrif á lífverur þarmanna.

 

Magn L. asaccharolyticus var þar að auki meira því fleiri kaffibolla sem viðkomandi drakk.

 

„Nú er ljóst að kaffi getur stutt við heilsu þína, þannig að ef þér finnst gott að fá þér bolla er það svo sannarlega ekkert til að skammast sín fyrir,“ segja rannsakendur í fréttatilkynningu.

 

Vísindamennirnir benda á að ef þér líkar ekki bragðið af kaffi þá sé engin ástæða til að þvinga það í sig.

 

Það eru margar aðrar leiðir til að styðja við þarmaflóruna og bæta almenna heilsu t.a.m. ferskt grænmeti og ávextir.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is