Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Þegar talið berst að hnattrænni hlýnun er nánast einvörðungu fjallað um koltvísýring en fleiri skæðar gastegundir geta torveldað viðleitni manna til að halda aftur af hnattrænni hlýnun. Hér má lesa um nokkrar þeirra – og hvernig þær verka á lofthjúpinn.

BIRT: 09/09/2024

Markmiðið er að á þessari öld verði jörðin ekki verða meira en tveimur gráðum heitari en hún var fyrir iðnvæðingu fyrir 150 árum – og helst aðeins 1,5 gráður. Þetta samþykktu 195 ríki árið 2015 í Parísarsamkomulaginu svokallaða.

 

En nú erum við að fara yfir þessi mörk.

 

Þess vegna er brýnt að draga úr losun okkar á gróðurhúsalofttegundum. Við heyrum mest um öll áformin um að draga úr CO2 (koltvísýring) en það er langt í frá eina gasið sem hitar loftslagið.

 

Sumar gróðurhúsalofttegundanna eru skammlífar en aðrar eru í andrúmsloftinu í árþúsundir. Og sumar þeirra eru – sameind fyrir sameind – mun öflugri en CO2.

 

Þegar bera á saman mismunandi lofttegundir nota vísindamenn svokallað GWP. Það stendur fyrir “global warming potential” og er mælikvarði á hversu mikilli hlýnun tiltekið magn gróðurhúsalofttegunda veldur miðað við sama magn af CO2 á 100 ára tímabili.

 

Hversu mikilvæg gróðurhúsalofttegund er fer ekki bara eftir því hversu mikið af henni við losum heldur einnig hversu öflug hún er og hversu lengi hún dvelur í andrúmsloftinu.

 

CO2

Jarðeldsneytisbrennsla raskar kolefnisjafnvæginu

CO2 er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin af mannvöldum en finnst einnig náttúrulega með t.d. eldgosum og skógareldum og einnig þegar menn og dýr draga andann.

 

Vandamálið felst einkum í því að við vinnum olíu, kol og gas úr fornum setlögum og brennum þessar lífrænu leifar. Við þetta bætum við feiknarlegu magni af CO2 í andrúmsloftið sem væri annars ekki þar að finna.

 

Frá iðnbyltingunni fyrir um 150 árum hefur þessi brennsla okkar á jarðefnaeldsneyti aukið CO2-innhald lofthjúpsins um 50 prósent.

 

Magn: 421 af milljón mólikúlum.

 

Líftími: Allt að 1.000 ár.

 

Möguleg hlýnun á 100 árum: 1GWP.

 

Hlýnun til þessa: 0,8 gráður.

 

METAN

Votlendi hitar upp hnöttinn

Rétt eins og CO2 er metan (CH4) náttúrulegur þáttur í kolefnahringrás jarðar en landbúnaður hefur aukið magn þess umtalsvert. Hrísgrjón eru ræktuð á flæðiökrum sem losa metan. Þar á eftir kemur notkun okkar á jarðefnaeldsneyti.

 

Við vinnslu okkar á því losnar jafnframt mikið af metani út í andrúmsloftið. Samanlagt er talið að þessi metanlosun orsaki um 30 prósent af hnattrænni hlýnun.

 

Magn: 1,9 af milljón mólikúlum.

 

Líftími: 12 ár.

 

Möguleg hlýnun á 100 árum: 28 GWP.

 

Hlýnun til þessa: 0,5 gráður.

 

DÍNITURMONOXÍÐ

Hláturgas er fúlasta alvara fyrir loftslagið

Díniturmonoxíð hefur efnatáknið N2O og er einna best þekkt sem hláturgas sem t.d. tannlæknar nota. Langmest af losun þess kemur frá áburðargjöf í landbúnaði.

 

Díniturmonoxíð er öflugt gróðurhúsagas og hefur langan líftíma en þrátt fyrir að losun okkar á því hafi aukist verulega á síðustu áratugum hefur því ekki verið veitt mikil athygli. Sumir fræðimenn kalla glaðgasið því „gleymda gróðurhúsagasið“.

 

Magn: 0,3 af milljón sameindum.

 

Líftími: 121 ár.

 

Möguleg hlýnun á 100 árum: 265 GWP.

 

Hlýnun til þessa: 0,1 gráða.

 

HFC-GASTEGUNDIR

Afar skaðleg manngerðar gastegundir

Svonefndar HFC-gastegundir eru manngerðar gastegundir sem innihalda vetni (H), flúor (F) og kolefni (C). Þær eru mikið notaðar í t.d. loftkælingarbúnaði og varmadælum.

 

Notkun okkar á HFC-gastegundum hefur aukist mikið eftir að svokallaðar CFC-gastegundir voru aflagðar þegar ótrúlega skaðleg áhrif þeirra á ózonlagið komu í ljós.

 

HFC-gastegundirnar eru ekki eins skaðlegar fyrir ózonlagið en þær eru hins vegar langtum verri fyrir loftslagið. Gasið CHF3 er þannig sem dæmi 12.400 sinnum verra en CO2.

 

Magn: 0,0001 af milljón mólikúlum.

 

Líftími: 13 ár (sum yfir 200 ár).

 

Möguleg hlýnun á 100 árum: 1300 GWP.

 

Hlýnun til þessa: 0,05 gráður.

 

PFC-GASTEGUNDIR

Einfalt og nær eilíft gas

PFC-gastegundir samanstanda einvörðungu af frumefnunum flúori (F) og kolefni (C). Þær eru m.a. notaðar í rafeindaiðnaði, til dæmis við ætingu á rafrásum í örflögum. Mesta losunin kemur þó frá framleiðslu á áli sem er unnið úr báxíti.

 

PFC-gastegundir hafa ótrúlega langan líftíma í andrúmsloftinu. Það á t.d. við um eina einföldustu og algengustu gerðina af slíku gasi sem hefur efnatáknið CF4 en það brotnar niður á einhverjum 50.000 árum.

 

Magn: 0,0001 af milljón mólikúlum.

 

Líftími: 50.000 ár (sum þó aðeins 10.000 ár).

 

Möguleg hlýnun á 100 árum: 6630 GWP.

 

Hlýnun til þessa: 0,05 gráður.

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

Heilsa

Langvinnur hósti er ef til vill arfgengur

Tækni

Þvinguð ófrjósemisaðgerð átti að uppræta heimsk börn

Maðurinn

Hvernig meðhöndla menn kviðslit?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is