Markmiðið er að á þessari öld verði jörðin ekki verða meira en tveimur gráðum heitari en hún var fyrir iðnvæðingu fyrir 150 árum – og helst aðeins 1,5 gráður. Þetta samþykktu 195 ríki árið 2015 í Parísarsamkomulaginu svokallaða.
En nú erum við að fara yfir þessi mörk.
Þess vegna er brýnt að draga úr losun okkar á gróðurhúsalofttegundum. Við heyrum mest um öll áformin um að draga úr CO2 (koltvísýring) en það er langt í frá eina gasið sem hitar loftslagið.
Sumar gróðurhúsalofttegundanna eru skammlífar en aðrar eru í andrúmsloftinu í árþúsundir. Og sumar þeirra eru – sameind fyrir sameind – mun öflugri en CO2.
Þegar bera á saman mismunandi lofttegundir nota vísindamenn svokallað GWP. Það stendur fyrir “global warming potential” og er mælikvarði á hversu mikilli hlýnun tiltekið magn gróðurhúsalofttegunda veldur miðað við sama magn af CO2 á 100 ára tímabili.
Hversu mikilvæg gróðurhúsalofttegund er fer ekki bara eftir því hversu mikið af henni við losum heldur einnig hversu öflug hún er og hversu lengi hún dvelur í andrúmsloftinu.
CO2
Jarðeldsneytisbrennsla raskar kolefnisjafnvæginu
CO2 er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin af mannvöldum en finnst einnig náttúrulega með t.d. eldgosum og skógareldum og einnig þegar menn og dýr draga andann.
Vandamálið felst einkum í því að við vinnum olíu, kol og gas úr fornum setlögum og brennum þessar lífrænu leifar. Við þetta bætum við feiknarlegu magni af CO2 í andrúmsloftið sem væri annars ekki þar að finna.
Frá iðnbyltingunni fyrir um 150 árum hefur þessi brennsla okkar á jarðefnaeldsneyti aukið CO2-innhald lofthjúpsins um 50 prósent.
Magn: 421 af milljón mólikúlum.
Líftími: Allt að 1.000 ár.
Möguleg hlýnun á 100 árum: 1GWP.
Hlýnun til þessa: 0,8 gráður.
METAN
Votlendi hitar upp hnöttinn
Rétt eins og CO2 er metan (CH4) náttúrulegur þáttur í kolefnahringrás jarðar en landbúnaður hefur aukið magn þess umtalsvert. Hrísgrjón eru ræktuð á flæðiökrum sem losa metan. Þar á eftir kemur notkun okkar á jarðefnaeldsneyti.
Við vinnslu okkar á því losnar jafnframt mikið af metani út í andrúmsloftið. Samanlagt er talið að þessi metanlosun orsaki um 30 prósent af hnattrænni hlýnun.
Magn: 1,9 af milljón mólikúlum.
Líftími: 12 ár.
Möguleg hlýnun á 100 árum: 28 GWP.
Hlýnun til þessa: 0,5 gráður.
DÍNITURMONOXÍÐ
Hláturgas er fúlasta alvara fyrir loftslagið
Díniturmonoxíð hefur efnatáknið N2O og er einna best þekkt sem hláturgas sem t.d. tannlæknar nota. Langmest af losun þess kemur frá áburðargjöf í landbúnaði.
Díniturmonoxíð er öflugt gróðurhúsagas og hefur langan líftíma en þrátt fyrir að losun okkar á því hafi aukist verulega á síðustu áratugum hefur því ekki verið veitt mikil athygli. Sumir fræðimenn kalla glaðgasið því „gleymda gróðurhúsagasið“.
Magn: 0,3 af milljón sameindum.
Líftími: 121 ár.
Möguleg hlýnun á 100 árum: 265 GWP.
Hlýnun til þessa: 0,1 gráða.
HFC-GASTEGUNDIR
Afar skaðleg manngerðar gastegundir
Svonefndar HFC-gastegundir eru manngerðar gastegundir sem innihalda vetni (H), flúor (F) og kolefni (C). Þær eru mikið notaðar í t.d. loftkælingarbúnaði og varmadælum.
Notkun okkar á HFC-gastegundum hefur aukist mikið eftir að svokallaðar CFC-gastegundir voru aflagðar þegar ótrúlega skaðleg áhrif þeirra á ózonlagið komu í ljós.
HFC-gastegundirnar eru ekki eins skaðlegar fyrir ózonlagið en þær eru hins vegar langtum verri fyrir loftslagið. Gasið CHF3 er þannig sem dæmi 12.400 sinnum verra en CO2.
Magn: 0,0001 af milljón mólikúlum.
Líftími: 13 ár (sum yfir 200 ár).
Möguleg hlýnun á 100 árum: 1300 GWP.
Hlýnun til þessa: 0,05 gráður.
PFC-GASTEGUNDIR
Einfalt og nær eilíft gas
PFC-gastegundir samanstanda einvörðungu af frumefnunum flúori (F) og kolefni (C). Þær eru m.a. notaðar í rafeindaiðnaði, til dæmis við ætingu á rafrásum í örflögum. Mesta losunin kemur þó frá framleiðslu á áli sem er unnið úr báxíti.
PFC-gastegundir hafa ótrúlega langan líftíma í andrúmsloftinu. Það á t.d. við um eina einföldustu og algengustu gerðina af slíku gasi sem hefur efnatáknið CF4 en það brotnar niður á einhverjum 50.000 árum.
Magn: 0,0001 af milljón mólikúlum.
Líftími: 50.000 ár (sum þó aðeins 10.000 ár).
Möguleg hlýnun á 100 árum: 6630 GWP.
Hlýnun til þessa: 0,05 gráður.