Þú sérð þá og svo hverfa þeir. Og svo sérðu þá aftur.
Ef þú ert eins og fólk er flest, munt þú sjá þessa tólf litlu, svörtu punkta á myndinni hér að ofan dansa inn og út úr sjónsviði þínu.
Svarið við því hvers vegna augun þín sjá þetta ekki er að finna í svokallaðri jaðarsýn okkar.
Jaðarsjónin er allt í kringum þig
Sjón okkar má skipta í tvo flokka – miðlæga og jaðarsjón.
Miðlæg sjón er það sem þú notar þegar þú lest þessa grein en jaðarsjón nær yfir allt sem þú sérð en horfir ekki beint á.
Til dæmis, ef þú situr við skrifborð og horfir á tölvuskjá er það jaðarsjónin sem segir þér hvað er á skrifborðinu þínu.
Heilinn fyllir í eyðurnar
En það sem þú sérð með jaðarsjón þinni verður oft frekar óskýrt. Ástæðan er sú að jaðarsjónin á frekar erfitt með að skynja smáatriði, liti og form.
Reyndar er jaðarsjónin svo lélegt að heilinn þinn sækir í fyrri reynslu og giskar einfaldlega á hvað hann sér.
Ef lampi er t.a.m. venulega á borðinu þínu, metur heilinn þinn að þetta sé líklega það sem þessi óskýri massi hægra megin táknar.
Heilinn fyllir því upp í eyðurnar og þess vegna hverfa svörtu litlir punktarnir á teikningunni.
Þegar þú horfir beint á einn punktinn og sérð í raun hvítt og grátt mynstur í kring um hann giskar heilinn á að líklega sé þetta allt svona.