Maðurinn

Svo hættuleg er loftmengun fyrir lungun

Örsmáar agnir loftmengunar safnast fyrir í eitlum lungnavefsins og veikja m.a. varnir gegn öndunarfærissjúkdómum hjá eldra fólki.

BIRT: 23/06/2024

Okkur finnst það e.t.v. hálfkjánalegt þegar við sjáum almenning í menguðum borgum eins og í Peking og Hong Kong með grímur þegar það fer út undir bert loft. En það er síður en svo heimskuleg hugmynd því að loftmengun inniheldur öragnir sem festast í lungnavef sem geta dregið úr vörnum aldraðra gegn t.a.m. öndunarfærasýkingum.

 

Mengun vegna útblásturs bíla og eldgosa

Það sem gerist er að örsmáar agnir frá t.d. útblæstri bíla, iðnaðarmengun, skógareldum, eldgosum o.fl. frásogast í sogæðavef lungna. Þessi tegund loftmengunar er einnig kölluð svifryksmengun. Samkvæmt rannsókn sem unnin var af vísindamönnum frá Columbia háskóla getur svifryksagnir safnast saman í lungunum og haft hörmulegar afleiðingar fyrir varnir lungnanna sjálfra.

 

„Ef eitlar safna nægilega miklu magni af þessum ögnum geta þeir að lokum ekki sinnt starfi sínu,“ segir Elizabeth Kovacs, sem er frumulíffræðingur og rannsakar bólgur og vefjaskemmdir við háskólann í Colorado Anschutz Medical Campus í Aurora í Bandaríkjunum.

 

Eitlar stíflast

Í eitlum eru meðal annars ónæmisfrumur, sem kallast átfrumur, sem gleypa bakteríur og ýmsa aðskotahluti eins og þessar litlu agnir í loftmenguninni. Þegar kirtlarnir fyllast af þessari ögnum minnkar náttúruleg seyting þeirra á cýtókínum, sem eru prótein sem hjálpa til við að virkja aðrar ónæmisfrumur.

 

Því geta átfrumurnar ekki lengur tekið upp meiri mengun. Það er samsetning þessara tveggja þátta sem endar með því að lama ónæmiskerfi lungnanna.

Ný vitneskja á tengslum loftmengunar og lungnakrabbameins hefur breytt skilningi vísindamanna á því hvernig krabbameinsfrumur verða til.

Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina greindu eitlavef úr lungum 84 líffæragjafa á aldrinum 11-93 ára. Enginn þeirra reykti eða hafði reykt. Útfrá greiningum sínum gátu vísindamennirnir séð hvernig svifryk jókst stöðugt í eitlum í lungnavef eftir því sem fólk varð eldra.

 

Vaxandi ógn

Samkvæmt rannsókn þeirra mun eldra fólk hafa safnað svo mikilli loftmengun að það getur einfaldlega ekki geymt meira og það hindrar getu líkamans til að verjast frekari mengun.

 

„Mengun er viðvarandi og vaxandi ógn við heilsu og lífsviðurværi jarðarbúa,“ segja fræðimennirnir í grein sinni. Þess má geta að dánartíðni af völdum öndunarfærasýkinga hjá fólki eldri en 75 ára er 80 sinnum hærri en hjá yngri fullorðnum og því er mikilvægt að hafa góða lungnavörn.

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is