Af hverju eru stórir reykháfar á kjarnorkuverum?

Kjarnorkuver nýtir orkuna sem losnar við sundurfall geislavirkra efna til að skapa raforku. Þessir risavöxnu turnar þjóna því hlutverki að losa umframhita út í loftið.

Tækni

Lestími: 3 mínútur

 

Háreistar byggingar við kjarnorkuver minna helst á ofvaxna, víða reykháfa, en eru svonefndir kæliturnar. Og það sem kemur upp úr þeim er einungis vatnsgufa. Kæliturnarnir losa frá orkuverinu þann hita sem ekki nýttist til að framleiða raforku.

 

Kjarnorkuver framleiðir rafstraum úr orkunni úr geislavirkum eldsneytisstöfum – oft úr auðguðu úrani. Stöfunum er sökkt í vatn, sem sundurfall úransins hitar mjög hratt.

 

Vatnið verður mjög geislavirkt og er þess vegna endurnýtt í lokaðri hringrás. Varmadæla flytur hitann yfir í aðra vatnshringrás, sem myndar gufu, sem aftur knýr túrbínurnar sem framleiða rafmagnið.

 

Lögun turnanna eykur afköstin

Í kjarnorkuverinu er svo þriðja vatnskerfið. Það kælir gufuna frá túrbínunum í vatn sem leitt er aftur að varmadælunum. Kæliturnarnir eru síðasta skrefið í þessu þriðja kerfi og þeir losa umframhita út í loftið.

 

Vatnið í þriðja kerfinu er algerlega ómengað, en of heitt til að leiða það beint út í nærliggjandi fljót eða stöðuvatn. Hin sérstæða lögun turnanna, sem eru víðir neðst og þrengstir í í miðjunni á þátt í að auka afköstin.

 

Stóru turnarnir við kjarnorkuverin losa umframhita með því að úða heitu vatni, sem ýmist kólnar og þéttist eða myndar hreina vatnsgufu.

 

 

Kæliturnar skilja umframhitann frá

 

Heitu vatni úðað

Vatn með umframhita frá kjarnakljúfnum er leitt inn í kæliturninn, þar sem því er úðað út um stúta og það breytist í gufu.

 

Kalt vatn skapar regn

Kalt vatn er leitt inn í botn kæliturnsins og það veldur því að megnið af gufunni þéttist í dropa sem rignir niður á botninn. Þetta vatn má nú endurnýta til kælingar.

 

Heitt loft stígur upp á við

Heitt og rakt loft frá kælingunni leitar upp á við í turninum. Efst í turninum kemst það í snertingu við svalara loft og myndar þá hvíta, hreina vatnsgufu.

 

Í botni turnsins er þörf fyrir mikið rými til að úða niður heita vatninu. Efst er turninn víður til að blanda heitu, röku lofti við kaldara loft, en í miðjunni er þörf fyrir þrengingu til að auka hraðann á heitu lofti sem er á leið út.

 

Kæliturnar eru oft meira en 100 metrar á hæð til að tryggja að gufuský úr fíngerðum vatnsdropum valdi ekki neinum óþægindum í umhverfinu.

(Visited 127 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR