Skrifað af Tækni Uppfinningar

Af hverju lítur lyklaborðið svona út?

Lyklaborðið sem við notum nú við tölvuna var upphaflega þróað fyrir ritvélar. Þegar fyrstu ritvélarnar voru framleiddar í Bandaríkjunum upp úr 1860 var stöfunum einmitt raðað í stafrófsröð. En af þessu leiddi að armarnir sem slógu stafina á pappírinn flæktust oft saman og festust, þegar hratt var slegið á lyklaborðið. Þessir tíðu árekstrar armanna urðu til þess að bandaríski ritstjórinn Christopher Latham Sholes flutti stafina til, þannig að algengustu bókstafirnir væru ekki hlið við hlið á lyklaborðinu.

Afraksturinn varð QWERTY-lyklaborðið sem kallast svo eftir röð bókstafanna lengst til vinstri í efstu bókstafaröðinni. Árið 1874 seldi Sholes Remington-vopnaframleiðandanum þessa uppfinningu sína. Remington-verksmiðjurnar fjöldaframleiddu ritvélar með þessu sniði og festu þar með QWERTY-lyklaborðið í sessi. Þessi röðun bókstafanna gerði fólki kleift að vélrita miklu hraðar en með þeim ritvélum þar sem stafirnir voru í stafrófsröð.

QWERTY-lyklaborðið hefur fylgt okkur alla tíð síðan, þótt það sé ekki hið fullkomnasta fyrir nútíma lyklaborð. Til eru nefnilega betri valkostir, t.d. Dvorak-lyklaborðið, sem Bandaríkjamaðurinn August Dvorak þróaði 1933. Á þessu lyklaborði eru algengustu bókstafirnir í miðröðinni, sérhljóðarnir til vinstri en samhljóðarnir til hægri.

Subtitle:
Hvers vegna er bókstöfum ekki raðað í stafrófsröð á lyklaborðinu? Og hver fann upp á því að raða stöfunum í þá röð sem þeir eru?
Old ID:
685
517
(Visited 20 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.