Skrifað af Orka og faratæki Tækni Uppfinningar

Andagras verður gott eldsneyti

Vatnadoppa breiðir út blöð sín á kyrrum stöðuvötnum og er víða kölluð andagras. En nú segja vísindamenn hjá ríkisháskólanum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum að þessi jurt sé alveg kjörin til að koma í staðinn fyrir maís og aðrar kornjurtir til framleiðslu á lífrænu eldsneyti. Í tilraunaskyni var plantan ræktuð í frárennsli frá svínabúi og reyndist þá framleiða fimmfalt meiri línsterkju en annað korn. Úr sterkjunni er unnið etanól í fyrstu umferð í framleiðslu lífræns eldsneytis. En að auki reyndist vatnadoppan hreinsa frárennslisvatnið svo vel að eftir gegnumstreymið mátti nota vatnið aftur.

Þessi planta hefur svo líka þann kost að hún þarf hvorki áburð né vökvun. Vísindamennirnir leita nú að allra hagvæmustu ræktunarleiðunum.

Subtitle:
Old ID:
859
675
(Visited 15 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.