Skrifað af Tækni Uppfinningar

Bílarnir hegði sér eins og fiskitorfa

Vísindamenn hjá bílaframleiðandanum Nissan hafa þróað nýja tækni til að koma í veg fyrir árekstra í umferð og hugmyndin er sótt í hreyfingamynstur í fiskitorfu. Í tilraunum sínum nota vísindamennirnir hóp þríhjóla vitvéla, sem þeir kalla Eporo. Hvert tæki notar innbyggðan leysi til að greina fjarlægð og komast hjá árekstri.

Vitvélarnar hegða sér svipað og fiskitorfa og útlínur alls hópsins taka á sig nýja mynd ef aksturssvæðið breytist. Á þröngri leið leitast tækin við að mynda röð fremur en að vera hlið við hlið. Nú er unnið að því að yfirfæra tæknina til að nota í bílum framtíðarinnar.

Subtitle:
Old ID:
1150
968
(Visited 18 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.