Skrifað af Ný tækni Tæki Tækni

Boginn risaskjár víkkar sjónsviðið

Góðar fréttir fyrir fólk sem hefur nóg pláss á skrifborðinu. Innan skamms kemur á markað 42,8 tommu risaskjár frá Ostendo. Áætlað verð er um 5.650 evrur.

Upplausnin verður 2.880×900 dílar, sem samsvarar 32:10-formi, og því ekki gert ráð fyrir að tengja Playstation eða Wii-leikjatölvur við skjáinn til að byrja með, enda styður hann ekki þá sérstöku upplausn. Í byrjun er skjárinn ætlaður tölvunotendum, ekki síst þeim sem í vinnunni þurfa að hafa mikla yfirsýn, t.d. verðbréfamiðlurum og öðrum sem þurfa að hafa marga glugga opna í einu. En þeir sem spila tölvuleiki og hafa efni á skjánum verða þó ekki sviknir því svartíminn er aðeins 0,02 millisekúndur.

Subtitle:
Old ID:
926
743
(Visited 20 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.