Skrifað af Stríðsrekstur og vopn Tækni

Breskt herskip varð fyrir eigin tundurskeyti

Í seinni heimsstyrjöld fylgdi breska herskipið Trinidad 20 skipum sem fluttu hergögn til Sovétríkjanna. Í mars 1942 lenti Trinidad í átökum við þýskan tundurspilli í Norður-Íshafinu og skaut að honum allmörgum tundurskeytum. Eitt tundurskeytanna var þó svo alvarlega gallað að það fór í hring og kom til baka. Trinidad skaddaðist alvarlega en komst þó heilu og höldnu til Murmansk.

Subtitle:
Old ID:
987
804
(Visited 10 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This