Farsímaloftnet saumað í jakka

Loftnet þurfa oft að skaga út í loftið til að fanga og senda boð, en finnska fyrirtækið Patria Oyi hefur nú í samstarfi við Ouluháskóla í Finnlandi þróað alveg nýja loftnetstegund, sem er ofin og þar með alveg flöt. Loftnetið má t.d. sauma á föt, lítur út eins og traustlega ofinn klæðisbútur en er þó þakið þunnu, gagnsæju hlífðarefni.

Sveigjanleiki var eitt af lykilhugtökunum við þróun loftnetsins, en það þarf að þola sveigjur án þess að það bitni á virkninni, ef loftnetið er t.d. saumað á jakka. Það fékk eldskírn sína í lok árs 2009 þegar það var notað í símtali milli fyrirtækisins í Finnlandi og ESA í Hollandi.

Loftnetið getur tekið við og sent farsíma- og útvarpsboð og upplagt að sauma það á föt, t.d. slökkviliðs-, björgunar- eða hermanna, enda getur oft verið lífsnauðsynlegt að vita nákvæmlega hvar þeir eru staddir. Þar fyrir utan getur nýja loftnetið hentað vel fyrir t.d. skíðamenn, sem vilja komast hjá að bera á sér stór og „hörð“ loftnet, sem nauðsynleg eru til að finna fólk, svo sem eftir snjóflóð.

Subtitle:
Old ID:
1218
1036
(Visited 24 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.