Skrifað af Tækni Uppfinningar

Gervilirfa á að finna jarðsprengjur

Tækni

Hópur vísindamanna við Tufts-háskóla í Bandaríkjunum hefur þróað gervilirfu sem er fær um að skríða og snúa sér rétt eins og raunverulegar lirfur gera.

Hugmyndin er sótt í Manduca sexta-lirfuna. Þessi lirfa er liðskipt og í hverjum lið eru 70 vöðvar og sérstök taug sem stýrir hverjum vöðva. Bygging lirfunnar er svo einföld að hún þarf engan heila til að hreyfa sig. Sé höfuðið skorið af henni heldur hún áfram för sinni eins og ekkert hafi í skorist.

Gervilirfan er gerð úr holum skrokki með allmörgum gormum. Í skrokknum er komið fyrir rafhlöðu og þegar hún sendir frá sér straum dragast gormarnir saman en svo slaknar á þeim um leið og straumurinn er rofinn. Þessi straumskipti koma gervilirfunni til að skríða hægt áfram.

Til lengri tíma litið vonast menn til að geta þróað ódýrar gervilirfur úr efnum sem brotna niður í náttúrunni og unnt verði að forrita sérstaklega til ýmissa verkefna. Slíkar hreyfivélar væru t.d. alveg kjörnar til að skríða um jarðsprengjusvæði og leita uppi sprengjur. Þær mætti líka senda inn á svæði þar sem eiturefnahætta er of mikil fyrir menn og meira að segja mætti senda þær inn í mannslíkamann til að sækja vefsýni.

Subtitle:
Old ID:
526
370
(Visited 10 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.