Skrifað af Ný tækni Tæki Tækni Uppfinningar

Hátíðnihljóð í uppvaskið

Ný, frönsk hönnun gæti orðið valkostur við þá vatnssvelgi sem uppþvottavélarnar okkar eru. Tæknin hefur reyndar lengi verið notuð í gullsmíði en gæti nú haldið innreið sína í eldhús almennings.

Þessi uppþvottavél notar hátíðnihljóð til að mynda smásæjar bólur sem fjarlægja hverja örðu af matarleifum af diskunum. Fræðiheitið á fyrirbrigðinu er „cavitation“ eða „holrúmamyndun“ og diskar og önnur eldhúsáhöld ættu að verða alveg tandurhrein. Með þessu lagi þarf miklu minna þvottaefni og orkan er sáralítil. Aðferðin er sem sagt vistvæn og að auki nánast alveg hljóðlaus.

Subtitle:
Old ID:
1038
855
(Visited 17 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.