Hljóðlát og spaðalaus vifta

Fyrirtækið Dyson, hið sama og sendi frá sér pokalausu ryksuguna, kemur nú aftur með uppfinningu sem má teljast ættuð af landamærum veruleika og vísindaskáldskapar. „Air multiplier“ kallast áhaldið og markar ákveðin tímamót í loftræstingu.

Loftið er sogað inn um raufar í standinum og því blásið út við barm hringsins. Loftþrýstingurinn sem skapast er alveg sambærilegur við stórar viftur. Kosturinn er sá að þetta tæki er mun hljóðlátara, hleypir öllu ljósi í gegn, sem getur verið kostur ef tækið er haft úti í glugga, og síðast en ekki síst er engin hætta á að barnsfingur verði fyrir spöðum á hraðferð. En þessir kostir eru ekki ókeypis. Í Bandaríkjunum er verðið ekki undir 250 dollurum.

Subtitle:
Old ID:
1073
890
(Visited 67 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.