Skrifað af Ný tækni Tækni Uppfinningar

Hnöttóttasti bolti heims

Boltinn sem notaður var á HM í Suður-Afríku var sá hnöttóttasti sem nokkru sinni hefur verið framleiddur. Þetta fullyrða menn hjá Adidas sem framleiðir opinbera HM-boltann, en hann kallast Jabulani, sem á máli Zúlú-manna merkir „að fagna“. Boltinn er gerður úr ræmum sem saman mynda fullkomna hnattlögun og þannig hefur tekist að skapa enn hnöttóttari bolta en áður. Í yfirborðinu eru rákir, hannaðar á grundvelli loftaflsfræðinnar, sem tryggja eiga stöðuga hreyfingu boltans gegnum loftið. Boltinn var vandlega prófaður í vindgöngum í Loughboroughháskóla í Englandi. Allir Jabulani-boltar eru nákvæmlega 440 grömm og erum 69 sm að ummáli. Leikmenn mega því reikna með að boltinn sigli alltaf eins gegnum loftið þegar þeir sparka í átt að marki.

Subtitle:
Old ID:
1157
975
(Visited 9 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.