Skrifað af Tæki Tækni

Hvernig er tími tekinn í 100 metra hlaupi?

Sú var tíðin að dómari með skeiðklukku í hendi varð að ákvarða hver hefði borið sigur úr býtum. Nú er oft afar mjótt á mununum milli bestu hlauparanna og mikla nákvæmni getur þurft til að úrskurða um sigurinn. T.d. í 100 metra hlaupi getur munurinn farið niður í þúsundustu hluta úr sekúndu. Tímataka í hlaupinu hefst um leið og startskotinu er hleypt af. Hljóðnemi greinir skotið og tímatakan fer þá sjálfvirkt í gang. Hátalarar bak við startblokkirnar tryggja að hljóðið berist öllum hlaupurum nákvæmlega samtímis. Þegar hlaupararnir fara svo yfir marklínuna, fara þeir samtímis í gegnum leysigeisla og tímatökubúnaðurinn skráir nákvæmlega hvenær það gerist. Þessu til viðbótar tekur háhraðavél allt að 3.000 myndir á sekúndu við marklínuna og með því að greina þessar myndir er unnt að ákvarða tíma hvers hlaupara upp á þúsundasta hluta úr sekúndu.

Það er búkurinn sem þarf að koma í mark – hönd eða fótur dugar ekki.

Subtitle:
Oft verður ekki betur séð en þátttakendur í t.d. 100 metra hlaupi, komi alveg samtímis í mark. Hvernig er tíminn tekinn?
Old ID:
804
622
(Visited 15 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.