Visit Sponsor

Skrifað af Tækni Uppfinningar

Hvernig stýra menn mystrinu í flugeldum?

Með því að nota það sem kalla mætti sniðsprengjur, getur góður flugeldasmiður skapað pálma, hringi, blóm, broskarla eða hjörtu á himni. Galdurinn felst í því að pakka sniðsprengjunni rétt áður en flugeldinum er skotið á loft.

Innst í sniðsprengjunni er sprengihleðsla en umhverfis hana er svart púður og í því liggja stjörnurnar sem raðað er í það mynstur sem ætlunin er að sýna á himni. Þegar sprengihleðslan springur og kveikir í stjörnunum dreifast þær á sekúndubroti út til allra átta en halda þó röðunarmynstri sínu innbyrðis. Mynstrið í flugeldinum víkkar þannig út á himninum.

Sniðsprengjunni er skotið á loft með eldsneytisröri sem þannig er gengið frá að eldsneytið brennur á ákveðnum hraða, t.d. 1 sm á sekúndu. Þannig er tryggt að flugeldurinn springi þegar hann hefur náð mestu mögulegri hæð eftir svo sem 2-4 sekúndur, en það eru oft 100-200 metrar.

Subtitle:
Hvernig fá menn flugelda til að springa á fyrirfram ákveðinn hátt?
Old ID:
829
646
(Visited 3 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019