Skrifað af Tæki Tækni

Hvernig virkar venjulegur reykskynjari?

Flestir reykskynjarar eru af svonefndri jónandi gerð. Þeir innihalda agnarsmáa geislavirka orkulind, jafnan 0,2 míkrógrömm af frumefninu americium, sem er númer 95 í lotukerfinu.

Þetta geislavirka efni sendir sífellt frá sér straum af alpha-öreindum sem losa rafeindir frá súrefni og köfnunarefni í lofti milli tveggja málmplatna. Það veitir loftinu milli platnanna rafhleðslu. Rafhlaðan í reykskynjaranum sér til þess að vægur straumur er milli málmplatnanna. Ef reykur berst á milli skífanna, hlutleysa reykagnirnar jónir súrefnis og köfnunarefnis. Þá fellur straumurinn og skynjarinn gefur frá sér öflugt hljóð sem vakið getur sofandi manneskju.

Reykskynjarar eru ódýrir og hafa bjargað mörgu mannslífi. Flestir deyja nefnilega ekki í eldinum heldur af reykeitrun.

Subtitle:
Old ID:
942
759
(Visited 30 times, 2 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.