Hvers vegna eru matvæli fryst niður í 18 gráður?

Hvers vegna endast matvæli lengur ef þau eru geymd í 18 gráðu frosti en t.d. við 10 gráðu frost?

LESTÍMI: 1 MÍNÚTA

 

Fyrir því liggja tvær góðar ástæður. Í fyrsta lagi er um að ræða matvælaöryggi, þar sem allt snýst um að bakteríur og sveppir fjölgi sér ekki. Hin ástæðan snýr að gæðum matarins.

 

Þegar matur er kældur niður að frostmarki er nánast ekki um neinn bakteríu- eða sveppavöxt að ræða og í hefðbundnum frysti sem kælir niður í 18 gráðu frost, tekur það kuldasæknustu bakteríurnar næstum hálft ár að fjölga sér um helming. Hvað matvælaöryggi snertir er sem sé lítill munur á því hvort matvæli eru geymd við 10 eða 18 stiga frost eða jafnvel enn lægra hitastig.

 

Þetta horfir hins vegar öðruvísi við hvað gæði matvælanna áhrærir. Efnahvörf eiga sér stað alveg niður í alkul, þ.e. -273° C og fyrir vikið heldur fæðan áfram að brotna niður, hægt og rólega, nánast óháð því við hve mikinn kulda hún er geymd. Feit matvæli eiga helst á hættu að skemmast, því þau hvarfast auðveldlegar við súrefni en ella og geta þránað. Flestar fæðutegundir halda gæðum sínum óskertum í 3-12 mánuði í venjulegum frysti.

 

Birt: 02.12.2021

 

 

Lestu einnig:

(Visited 589 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR