Skrifað af Orka og faratæki Tækni

Hversu hátt kemst farþegaþota?

Farþegaþotur halda sig yfirleitt undir 12
km hæð. Einstaka nýrri þotur komast þó
allt upp í 13 km hæð. Svo hátt uppi er loftþrýstingur
aðeins fjórðungur af þrýstingnum
við sjávarmál og af því leiðir að loftið er
þynnra, sem sagt lengra milli loftsameindanna.
Þetta þýðir að flugvélin þarf að halda
meiri hraða til að vængirnir geti borið hana
og til þess þarf öflugri hreyfla. Það er þannig
vélaraflið sem setur flughæðinni takmörk
og takmörkin liggja þar sem fullt
vélarafl þarf til að halda flugvélinni á lofti.

Reyni flugmaðurinn að þvinga vélina
enn hærra, er hætta á að hún ofrísi og
hrapi síðan. Í mikilli hæð gæti að auki
verið hætta á að farþegarýmið rifni vegna
þess hve gríðarlegur munur er á loftþrýstingi
úti og inni. Almennt fylgja því þó
kostir að fljúga í mikilli hæð. Loftmótsstaða
er minni og þannig sparast eldsneyti.
Uppi í 10-11 km hæð er flugvélin
líka talsvert yfir þeim veðrum sem annars
geta bitnað á fluginu.

Subtitle:
Eru takmörk fyrir því hve hátt farþegaþota kemst? Og hvað myndi gerast ef reynt yrði að fljúga enn hærra?
Old ID:
740
559
(Visited 4 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.