Koddahjal

Náin fjarskiptakynni. Þannig er best að lýsa fyrirbærinu Mutsugoto sem þýðir „koddahjal“ á japönsku. Fyrirbærið gerir t.d. kleift að knúsa kærastann yfir Netið.

Þessu er hægt að koma í kring með tölvu, myndavél og sérstökum hring á fingri. Myndavélin hangir í loftinu og fylgir hreyfingum hringsins hjá sendandanum. Tölvan umbreytir boðunum þannig að móttakarinn geti séð á eigin líkama lýsandi strik eins og þau sem sendandinn hefur teiknað. Samkvæmt vísindamönnum geta þessar einföldu ljósabrellur veitt tilfinningu fyrir nálægð.

Subtitle:
Old ID:
889
705
(Visited 62 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.