Lítil brunasella kemur í stað rafhlöðu

Bandarískir efnafræðingar hafa þróað minnstu brunaselluna hingað til. Hún er aðeins 3×3 mm og 1 mm á þykkt. Ætlunin er að slíkar brunasellur geti komið í stað rafhlaðna í farsímum og fleiri smátækjum, en þær varðveita meiri orku í minna rými.

Fram að þessu hefur ekki tekist að smíða nægilega smáar dælur, en þann vanda hefur Saeed Moghaddam hjá Illinois-háskóla nú leyst með því að gera brunaselluna þannig úr garði að dælur séu óþarfar. Enn sem komið er framleiðir brunasellan ekki nema eitt milliamper með 0,7 volta spennu. Það dugar rafrænum skynjurum, en farsímar þurfa fáein volt.

Subtitle:
Old ID:
767
585
(Visited 19 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.