Skrifað af Ný tækni Tækni Upplýsingatækni og vélmenni

Lítill gervifiskur vaktar heimshöfin

Bandarískir vísindamenn hafa þróað vélfisk sem nota má til neðansjávarrannsókna og vöktunar. Hann kemur að góðum notum þegar eiturefni fara í sjóinn, við rannsóknir á skipsflökum eða til að fylgjast með neðansjávarköplum og leiðslum. Vitvélin er 30 sm að lengd, samsett úr aðeins 10 hlutum og einni drifvél og að sögn vísindamannanna hjá MIT bæði heppilegri til skoðunar á illa aðgengilegum stöðum neðansjávar og að auki ódýrari í framleiðslu en eldri gerðir.

Vísindamennirnir gera sér vonir um að hin einfalda hönnun geti orðið fyrirmynd við smíði annarra gerða vitvéla.

Subtitle:
Old ID:
1000
817
(Visited 13 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.