Skrifað af Tæki Tækni

Minismásjá án linsu

Tækni

Lítið og ódýrt. Þannig má best lýsa stafrænni minismásjá sem vísindamenn við Tæknistofnun Kaliforníu hafa nú þróað.

Smásjáin er jafn lítil og raun ber vitni vegna þess að örflaga kemur í staðinn fyrir hefðbundnar linsur. Örflagan er þakin þunnu málmlagi þar sem hundruð örsmárra gata hleypa ljósi inn. Sýnið sem rannsaka á, er haft í vatni og þegar vatnið flýtur yfir örflöguna er tekin mynd í gegnum hvert gat. Þessar fjölmörgu örmyndir eru svo settar saman í eina stóra. Smásjánni er m.a. ætlað að bera kennsl á fjölmarga örverusjúkdóma á grundvelli blóðsýna.

Subtitle:
Old ID:
708
536
(Visited 5 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.