Visit Sponsor

Skrifað af Ný tækni Tæki Tækni

Músin fellur að höndinni eins og hanski

Eftir að hafa lengi þjáðst af verkjum vegna of mikils álags við notkun tölvumúsarinnar, ákvað Kanadamaðurinn Mark Bajramovic að hanna hina fullkomnu tölvumús.

Afraksturinn kallast AirMouse og tækið þróaði hann í samvinnu við námsfélaga sinn, Oren Tessler. Músinni er smeygt upp á höndina svipað og hanska og leysigeisli sér um sambandið við tölvuna.

AirMouse er að sögn bæði nákvæmari en hefðbundin tölvumús og veldur minna álagi. Óþægindin af völdu tölvumúsa verða því kannski senn í hópi þeirra atvinnusjúkdóma sem heyra sögunni til.

Subtitle:
Old ID:
1286
1105
(Visited 1 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019