Skrifað af Orka og faratæki Tækni

Myllur taka á loft

Því öflugri stormur, þess meira rafmagn getur vindmylla framleitt. Og stormurinn er einmitt mestur í skotvindinum sem geisar í um 10.000 metra hæð yfir jörðu. Samfelldur vindstyrkur er rétt eins mikilvægur, en skotvindar blása jafnt og stöðugt og eru því afar heppilegir til að knýja vindmyllur.

Margir sérfræðingar og einkafyrirtæki vinna nú að því að hanna vindmyllur sem geta starfað hátt yfir jörðu. Fyrirtækið Scy WindPower hyggst t.d. senda fljúgandi vindmyllur með fjögur sett af vængjum upp í skotvindinn. Vindmyllan á að halda sjálfri sér fljúgandi og auk þess framleiða rafmagn sem er sent niður til jarðar í gegnum kapla.

Skotvindar eru að jafnaði tíu sinnum öflugri en vindur nærri yfirborði jarðar. Ef eða þegar tæknin telst nægjanlega örugg og arðbær til að uppskera orku úr skotvindi, öðlumst við aðgang að hundrað sinnum meiri orku en við höfum þörf fyrir, samkvæmt vísindamönnum við Carnegy Institution of Science og California State University.

Yfir New York blása skotvindar t.d. jafnt og stöðugt og geta framleitt 16 kílówött á hvern fermetra. Til samanburðar geta vindmyllur við bestu aðstæður á jörðu aðeins framleitt 1 kílówatt á fermetra. Í háloftunum yfir Japan, Kína, allri austurströnd BNA og Suður-Ástralíu þar sem póla-skotvindar blása er mikla orku að hafa.

Í um 5% tímans er þó ekki nægilega öflugur vindur og því verða menn að hafa öflugan aukabúnað til að halda myllunum á lofti.

Subtitle:
Orka úr skotvindi hátt yfir jörðu verður nýtt af fljúgandi myllum
Old ID:
888
704
(Visited 17 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.