Skrifað af Ný tækni Tæki Tækni

Myndavél með skjávarpa

Hjá Nikon eru menn ekki aðeins þekktir fyrir góðar myndavélar, heldur einnig að fikra sig áfram á landamærum tækninnar. Nú sendir fyrirtækið frá sér vasamyndavélina S1000pi, sem í er innbyggður skjávarpi. Þetta er venjuleg smámyndavél sem tekur myndir allt upp í 12 megadíla upplausn, en skjávarpinn getur sýnt ljósmyndir og kvikmyndir í fullum gæðum á allt að 40 tommu tjaldi. Skjávarpinn tekur þó talsvert rafmagn þannig að ekki er unnt að sýna allar 1.500 sumarfrísmyndirnar án þess að skipta um rafhlöður.

Subtitle:
Old ID:
1036
853
(Visited 15 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.