Visit Sponsor

Skrifað af Tækni Uppfinningar

Njósnavél seldist grimmt

Árið 1886 keypti C.P. Stirn frá Berlín framleiðsluréttinn að njósnamyndavél, sem Bandaríkjamaðurinn Robert D. Gray hafði fundið upp og tryggði sér um leið ótrúlegar sölutekjur. Á aðeins 2 árum seldi hann 15.000 eintök af myndavélinni sem hann kallaði „Consealed Vest Camera“. Linsan var dulbúin sem hnappur og var stungið út um hnappagat. Á vélina var hægt að taka 6 ljósmyndir á kringlótta glerplötu. Einkaspæjurum, njósnurum og áhugamönnum buðust fjórar útgáfur af vélinni og sú ódýrasta kostaði 10 dollara.

Subtitle:
Old ID:
1091
909
(Visited 4 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019