Ný júmbóþota enn stærri

Tækni

Stóra Boeing-þotan sem verið hefur í framleiðslu í meira en 30 ár, Boeing 747, öðlast nú nýtt líf. Nýjar þotur verða ríflega 3,6 m lengri og geta tekið 34 farþega í viðbót. Þar með getur þessi flugrisi borið 450 manns um loftin blá. Léttefni og nýjir hreyflar munu svo einnig lækka rekstrarkostnaðinn og þar með verður Boeing 747 samkeppnisfær við Airbus 380 sem yfirleitt hefur verið spáð að myndi nú leggja undir sig markaðinn fyrir risaþotur. Nýju hreyflarnir verða afar hljóðlátir og auk þess setur Boeing á markaðinn nýja gerð til flutninga. Sú verður 5 metrum lengri en gamla útgáfan og ber allt að 140 tonn.

Subtitle:
Old ID:
315
190
(Visited 10 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.