Skrifað af Ný tækni Orka og faratæki Tækni

Ný LED-pera lýsir í 17 ár

Þegar endalok glóðarperunnar eru nú á næsta leyti keppast margir stórir framleiðendur við að finna heppilegasta ljósgjafann til að taka við.

Sparperurnar hafa marga kosti, en líka ýmsa galla. T.d. er í þeim mikið af eitruðum efnum. Nú setur General Electric á markað valkost án eiturefna. Þetta er LED-pera sem aðeins þarf 9 wött en lýsir á við 40 watta glóðarperu. Peran endist líka von úr viti, eða að sögn í heil 17 ár. Hjá GE vinna menn nú að nýta sömu tækni til að koma í staðinn fyrir 60 og 100 kerta perur.

Subtitle:
Old ID:
1256
1074
(Visited 8 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019