Orka hjartans knýr nýjan gangráð

Læknisfræði

Einn stærsti ókosturinn við hjartagangráð er sá, að skipta þarf um rafhlöðu með reglulegu millibili.

 

Til þess þarf skurðaðgerð, sem að vísu krefst aðeins staðdeyfingar, en fylgir þó alltaf viss áhætta.

 

Þetta vandamál kynni nú að vera úr sögunni með nýþróuðum gangráði sem fær rafstraum sinn að hluta til úr orku hjartans sjálfs.

 

Það eru vísindamenn við Southamptonháskóla sem hafa þróað nýja gangráðinn og þeir telja mögulegt að hann verði aldrei straumlaus.

 

Hér nýttu vísindamennirnir þá orku sem hjartað framleiðir í hvert sinn sem hjartavöðvinn dregst saman og hjartað slær.

 

Tveimur blöðrum er komið fyrir í hægri hjartahólfunum og þær nýta vökvaþrýsting til að knýja örsmáan rafal. Þegar hjartavöðvinn dregst saman þrýstast blöðrurnar saman til skiptis og vökvinn þrýstir á rafalinn beggja vegna til skiptis. Vökvaþrýsingurinn verkar á lítinn segul sem færist fram og til baka og framleiðir þannig straum fyrir hjartagangráðinn.

 

Tæknin hefur verið reynd á svínum og rafallinn reyndist þar fær um að framleiða 20% þeirrar orku sem gangráðurinn þarf, en það nægir til þess að ekki þurfi að skipta um rafhlöðu allan þann tíma sem gangráðurinn er í líkama sjúklingsins.

 
 
(Visited 47 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR