Skrifað af Tækni Uppfinningar

Þörungar eiga að hreinsa koltvísýring úr lofti

Tækni

Þörunga má nota til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, segja menn hjá norsku umhverfissamtökunum Bellona.

Aðferðin felst í því að fylla stór, gagnsæ rör með þörungum. Þegar vatnsblönduðum brunaútblæstri er veitt í gegnum rörin draga þörungarnir í sig hluta koltvísýringsins við ljóstillífun sína. Tilraunir við MIT í Bandaríkjunum sýna að þörungarnir geta drukkið í sig allt að 85% af koltvísýringnum.

Eftir þessa hreinsun má annað hvort grafa þörungana í jörð eða setja þá aftur í hafið, án þess að þeir gefi frá sér koltvísýringinn aftur. Einnig mætti hugsa sér að nýta þörungana sem lífrænt eldsneyti vegna mikils fituinnihalds þeirra. Bellona-samtökin eru komin í samstarf við fyrirtækið AlgaelLink til að nýta þessa tækni.

Subtitle:
Old ID:
675
508
(Visited 5 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.