Skrifað af Ný tækni Tækni Upplýsingatækni og vélmenni

Þráðlaus vog fylgist með heilsunni

Hafi sumarið einkennst um of af grilluðum pylsum og einum köldum með, áttu nú völ á nýrri hátækni til að hjálpa þér að koma línunum í lag.

Þráðlaus vog frá fyrirtækinu Withings fer sjálf á netið og er fullkomlega samhæfð við Google Health, en það er forrit sem nota má til að fylgjast með heilsunni. Vogin gefur forritinu stöðugt upplýsingar um þyngd þína og það leynir sér því ekkert hvort þér gengur vel eða illa. Vogin getur líka sent upplýsingar í farsímann þinn eða, ef þú vilt, birt gang mála fyrir allri heimsbyggðinni á Twitter.

Subtitle:
Old ID:
1224
1042
(Visited 1 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This