Skrifað af Ný tækni Orka og faratæki Tækni Uppfinningar

Þráðlaust rafmagn feti framar

Hjá örgjörvaframleiðandanum Intel hefur mönnum nú tekist að senda rafstraum frá iPod til hátalara án þess að nota rafleiðslur. Rafsegulmagn er notað til að senda strauminn beint í gegnum loftið – rafsegluspóla sendir frá sér straum upp á 1 watt á 7,6 megariðum og önnur spóla tekur við rafmagninu. Áður hafði þeim Intel-mönnum tekist að fá 60 kerta peru til að lýsa þráðlaust en nú hefur þeim lánast að koma orkutapinu niður 25% og það er mikil framför í þessari tækni.

Subtitle:
Old ID:
863
679
(Visited 5 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This