Visit Sponsor

Skrifað af Tæki Tækni

Rautt ljós sýnir ekta demanta

Tækni

Hinir sjaldgæfu, bláu demantar hafa þann sérstaka eiginleika að lýsa í myrkri og eftir rannsóknir á 67 náttúrulegum, bláum demöntum hafa bandarískir vísindamenn nú komist að því að ljósmynstri þeirra má líkja við fingraför.

Bláu demantarnir – þeirra á meðal hinn frægi Hope-demantur – gefa allir frá sér rautt ljós þegar að þeim er beint kröftugu ljósi. Ástæðan er fólgin í örlitlum óhreinindum í þessum eðalsteinum. Í bláum gervidemöntum eru engin óhreinindi og aðferðina má því nota til að afhjúpa falska demanta.

Subtitle:
Old ID:
587
429
(Visited 3 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019