Rottuheilafrumur stýra vitvél

Tækni

Vísindamenn við Reading-háskóla hafa þróað vitvél sem stjórnað er af lifandi heilafrumum úr rottufóstri.

 

Taugafrumunum er haldið lifandi í næringarupplausn við eðlilegan líkamshita rottu. Hér ná frumurnar að starfa og boð frá þeim berast alls 60 skynjurum sem stjórna hreyfingum vélarinnar.

 

Þessi lífræni „heili“ kemur vélinni til að hreyfast áfram á smágerðum hjólum. Þegar vélin nálgast fyrirstöðu, greina skynjararnir hana og senda heilafrumunum boð, en þær bregðast við með því að láta vélina taka á sig krók.

 

Þetta gerist alveg án samskipta við menn eða tölvur. Nú bíða vísindamennirnir þess spenntir að sjá hvort tækið geti lært að þekkja staði þar sem það hefur komið áður og stýra eftir minni.

 
 
(Visited 37 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR