Skellinaðra með vöðvahjálp

Milert heitir þessi snjalla skellinaðra frá japanska fyrirtækinu Prostaff. Hún kom á markað á þessu ári og er tífalt hagkvæmari í rekstri en bensínskellinaðra. Framleiðandinn kallar þetta blendingsskellinöðru, enda er hún knúin rafmagni, en liggi leiðin upp bratta brekku þarf að hjálpa vélinni með því að stíga pedalana. Þessi blanda rafmagns og vöðvaafls gerir skellinöðruna ekki aðeins vistvæna heldur er hún líkamlega holl. Hún kostar um 1.200 evrur og kemst 35 km – á jafnsléttu.

Subtitle:
Old ID:
1123
941
(Visited 45 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.