Skipið stendur föstum fótum á sjávarbotni

Tækni

Æ víðar má nú sjá vindmylluver rísa úti á sjó, en það getur verið erfitt að koma þessum vindmyllum fyrir enda eru þær allt að 100 metra háar og vinnukraninn er um borð í skipi sem veltur fyrir bylgjum sjávar.

 

Ein mylla á dag hafa fram að þessu þótt góð afköst. En árið 2011 tekur fyrirtækið Gaoh Offshore í notkun nýja gerð skipa sem ætlað er að reisa vindmyllur á tvöföldum þessum hraða.

 

Þegar skipið er komið á rétta staðinn taka 24 rafmótorar til óspilltra málanna við að þrýsta fjórum holpípufótum niður á sjávarbotn. Neðan á hverjum fæti er 60 fermetra snertiskífa, sem sagt á stærð við tveggja herbergja íbúð.

 

Þegar skipið hefur náð traustri fótfestu, halda rafmótorarnir áfram og lyfta skipinu alveg upp úr sjó, þannig að það verður nú hvorki fyrir áhrifum af straumi né bylgjuhreyfingum. Þegar skipinu hefur þannig verið breytt í eins konar vinnupall gefst krananum fullkominn vinnufriður til að koma myllustaurunum fyrir á undirstöðunum og lyfta síðan rafalnum og mylluvængjunum á sinn stað.

 

Mylluskipið er hannað hjá skipaverkfræðifyrirtækinu OSK-Shiptech. Það verður notað undan ströndum Evrópu og er talið geta verið að störfum í 200-250 daga á ári.

 
 
(Visited 34 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR