Skrifað af Orka og faratæki Tækni

Sólarorkan knýr nýja tvíbytnu umhverfis hnöttinn

Með alveg sérstakri maraþonsiglingu á næsta ári á nú fyrir alvöru að beina sjónum að endurnýjanlegum orkugjöfum. Tvíbytnan PlanetSolar á að hefja ferð sína í Miðjarðarhafinu og fara kringum hnöttinn á sólaorkunni einni saman. Báturinn er 31 m á lengd og tæpir 15 m á breidd. Hæðin er 7,4 metrar. Hámarkshraðinn verður 8 hnútar eða rétt innan við 15 km/klst. og nýþróaðar liþíumrafhlöður knýja bátinn áfram. Rafhlöðurnar fá hleðslu frá sólföngurum sem þekja nánast allt þilfarið.

Farkosturinn hefur verið á teikniborðinu hjá Svisslendingnum Raphael Domjans síðan 2004 og skipasmiðirnir hjá Knierim Yacht Club í Kiel í Þýskalandi hafa unnið að smíðinni í 13 mánuði. Smíðin hefur verið tímafrek vegna þess að menn hafa m.a. þurft að hugsa staðsetningu sólfangaranna upp á nýtt og þeir þurfa líka bæði að þola umgang manna og það breytilega veður sem gera verður ráð fyrir. Einnig hafa menn þurft að leggja hugsun, tíma og peninga í straumlínulögun, rafgeyma og hagfellt vélkerfi til að knýja skipið áfram.

Þegar Raphael Domjan leggur upp í hnattsiglingu sína verður ævintýra- og stjórnmálamaðurinn Gérard d‘Aboville með í för, en hann varð m.a. fyrstur til að róa báti þvert yfir Atlantshafið.

Subtitle:
Stærsta sólarorkuknúna skip heims, PlanetSolar, fer í jómfrúarferð sína 2011.
Old ID:
1222
1040
(Visited 14 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.