Þannig veit bensíndælan að tankurinn er fullur

Dálítill smellur og bensíndælan lokast. Vel samhæft kerfi sér til þess að slökkva á dælunni þegar tankurinn er fullur og um leið er komið í veg fyrir að hættulegar aðstæður geti skapast, þegar þú fyllir á tankinn.

Tækni

Lestími: 2 mínútur

 

Hið staðlaða bensíndælukerfi byggist á svonefndum venturiáhrifum en þau lýsa þrýstingsfalli í vökva sem streymir úr víðri leiðslu í þrengri.

 

Þrýstingsfallið skapar sog sem notað er sem öryggi.

 

Með því að leiða bensínið í gegnum þrengsli í handfangi dælunnar myndast sogkraftur sem dregur loft í gegnum lítið rör sem opnast inn í stútinn sem stungið er í bíltankinn.

 

Venturiáhrifin má skýra svona: Þegar vökvi berst úr víðara röri í þrengra, eykst hraði vökvans en þrýstingurinn minnkar. Berist vökvinn áfram í víðara rör, lækkar hraðinn aftur og þrýstingurinn eykst.

 

Rafstýring væri lífshættuleg

 

Þegar þú byrjar að dæla streymir loftið óhindrað gegnum litla rörið og það gerir þér kleift að læsa handfanginu þannig að bensínið streymir eðlilega.

 

En þegar tankurinn fyllist nær bensínið upp á stútinn og lokar þessu litla röri þannig að loftstreymið stöðvast og þá slekkur dælan á sér.

 

Þetta kerfi var fundið upp 1939 og það stýrist algerlega af íhlutum. Rafmagn kemur alls ekki við sögu enda gæti rafneisti skapað stórhættu ef hann kæmist í bensíngufu.

 

 

Myndband: Skoðaðu búnaðinn inni í bensíndælunni hér:

 

 

 

21.05.2021

 

 

(Visited 948 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR