Skrifað af Tækni Uppfinningar

Uppfinningamaðurinn Edison tekur fíl af lífi með riðstraumi

Fílskýrin Topsy var í gær tekin af lífi með rafstraumi fyrir framan 1.500 áhorfendur. Eftir að Edison gaf merki, var 6.600 volta riðstraumi hleypt í gegnum Topsy og hún féll samstundis til jarðar með miklum skelli. Kvikmyndarar Edisons festu atburðinn á filmu.

Topsy hefur á síðustu árum banað þremur gæslumönnum, þar af einum sem ölvaður reyndi að gefa henni logandi sígarettu. Vegna þessara dauðsfalla þótti eiganda dýragarðsins á Coney-eyju í New York ekki lengur óhætt að hafa þessa stóru skepnu í garðinum og ákvað að hún yrði að falla. Um leið og fréttin barst Edison til eyrna, en hann er einnig þekktur sem töframaðurinn frá Menlo Park, stakk hann upp á að dýrið yrði líflátið með riðstraumi. Allt frá því að fyrsta riðstraumsorkuverið var opnað í Bandaríkjunum áið 1886, hefur jafnstraumur Edisons verið á undanhaldi fyrir riðstraumnum, vegna þess hve langan veg er unnt að flytja rafmagn með þessari aðferð. Edison hefur lengi haldið því fram að riðstraumur sé lífshættulegur og sannað það með því að drepa hunda og ketti, kýr og hesta. En öflugasta sönnunin fólst þó í aftöku fílskýrinnar.

Subtitle:
New York, 1903: Thomas Edison sýndi í gær hversu hættulegur riðstraumur getur verið, þegar hann notaði hann til að taka af lífi þriggja tonna fíl að nafni Topsy.
Old ID:
1136
954
(Visited 16 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.