Visit Sponsor

Skrifað af Ný tækni Tæki Tækni

Útdraganleg innstunga

Þegar allt í einu þarf að stinga nýju rafmagnstæki í samband, þarf iðulega að byrja á því að finna sér fjöltengi.

En þetta kynni þó bráðum að heyra sögunni til. Hönnuðurinn Art Lebedev hefur skapað þessa innstungu fyrir Yanko Design og hún er eins og sjá má fjöltengi um leið. Þegar ýtt er á hnapp rennur innstungan út úr veggnum og um leið er unnt að tengja við hana fjögur raftæki til viðbótar. Rotzekus kallast fyrirbrigðið og rafvirkja þarf til að annast uppsetninguna. En þar með fækkar líka rafmagnsköplunum.

Subtitle:
Old ID:
1122
940
(Visited 4 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019