Vélbyssan sem skaut fyrir horn

Í síðari heimsstyrjöld voru í fyrsta sinn notaðar byssur sem hægt var að skjóta úr fyrir horn. Þjóðverjar voru fetinu framar við að þróa vélbyssur með sveigðu hlaupi, m.a. svonefnt Krummlauf-hlaup sem skrúfað var framan á Sturmgewehr 44 og þá var hægt að skjóta í allt að 90 gráðu horn. Vopnið átti að nota í návígi og án þess að hermaðurinn þyrfti sjálfur að lenda í skotlínunni.

 

Þetta sveigða hlaup reyndist þó ekki vel. Vopnið var ónákvæmt og hlaupið entist afar illa vegna þess hve skotin slitu því hratt. 45 gráðu Krummlauf dugði fyrir 160 skot en venjulegt hlaup þoldi um 10.000 skot. Bandaríkjamenn lentu í sömu vandræðum þegar þeir hugðust sveigja skotlínu M3-vélbyssu. Hlaupið slitnaði upp að innan á örskömmum tíma.

 
 
(Visited 39 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR