Skrifað af Tækni Uppfinningar Upplýsingatækni og vélmenni

Vitvél flýgur eins og kólibrífugl

Kólibrífuglar hafa sérstæða flughæfni sem nú hefur verið yfirfærð á vitvél. Kólibrívitvélina þróaði japanski prófessorinn Hiroshi Liu við Chiba-háskóla í Tokyo og hún lætur afar vel að stjórn. Vængirnir eru 4 og tækið nær 30 vængjaslögum á sekúndu, eins og kólibrífugl. Tækið vegur aðeins 2,6 grömm og er stýrt með innrauðum geisla. Liu telur að sá áfangi náist 2011 að tækið geti haldið sér alveg kyrru í loftinu eins og kólibrífugl. Með örmyndavél er tækinu t.d. ætlað að leita að fólki í rústum húsa.

Subtitle:
Old ID:
1188
1006
(Visited 8 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019