100 ára stríðið – Hinn endanlegi ósigur riddaranna

Og nú ruddust Englendingarnir stöðugt lengra inn í raðir þeirra (Frakka) og brutu upp skörð í fremstu tvær sveitirnar á mörgum stöðum. Þeir börðu hatrammlega á báðar hendur og sýndu enga miskunn. Hestasveinar hjálpuðu sumum Frakkanna á fætur og leiddu þá út úr orrustunni, því Englendingarnir hugsuðu um það eitt að drepa og taka fanga, en veittu engum eftirför. Þegar baksveitin sem enn var á hestbaki, sá hver urðu örlög fremri sveitanna tveggja, snerist hún á hæli og flýði…